skip to main | skip to sidebar

Fræðin og fleira

Þessi síða er tileinkuð mannfræði og öðrum fræðum

21 ágúst 2007

Litli maðurinn


Þessi mynd sýnir nákvæmlega hvernig pólitísk valdabarátta er í hnotskurn. Vinstra megin er múslimi sem notar trúarbrögð sín í pólitískum tilgangi og æpir ALLAH AKHBAR á þann hægra megin sem æpir á móti FREEDOM AND DEMOCRACY. Í miðjunni er svo litli maðurinn sem segir veikri röddu can I say something?
Mér varð hugsað til þessarar myndar þegar ég horfði á fréttir á Aljazeera áðan um að Ísraelar hefðu lokað fyrir rafmagnið til Gaza fyrir þrem dögum síðan. ESB hefur greitt styrk í olíusjóð til rafmagnsframleiðslu á Gaza en pólitíkusarnir í Brussel ákváðu að hætta því vegna þess að Hamas samtökin hafi misnotað styrkinn í eigin þágu.
Nú sitja íbúar Gaza í myrkrinu heima hjá sér og meira að segja sjúkrahúsin hafa ekki rafmagn til þess að halda gangandi tækjum sem sjúklingar eru tengdir við. Það eina sem fólkið þar getur gert er að bíða meðan pólitíkusarnir semja en samkvæmt síðustu fréttum er von á að samningar náist og rafmagn komist aftur á í fyrramálið. Hrædd er ég um að einhverjum börnum verði fórnað í þessum pólitíska leik því bæði eru mörg börn upp á ýmis tæki komin á sjúkrahúsinu, sum vegna sára af völdum stríðsins og önnur nýfædd og jafnvel í hitakössum. Fjórir dagar án rafmagns geta þar skipt sköpum.


Birt af Netfrænkan kl. 20:52

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Nýrri færsla Eldri færslur Heim
Gerast áskrifandi að: Birta ummæli (Atom)

Skjalageymslan

  • ▼  2007 (14)
    • ►  desember (1)
    • ►  nóvember (1)
    • ►  október (2)
    • ►  september (3)
    • ▼  ágúst (4)
      • Konur í Íran
      • Jesús og María
      • Litli maðurinn
      • Adam og Eva
    • ►  júní (3)

Um mig

Myndin mín
Netfrænkan
Guðlaug er mannfræðingur, íslenskukennari fyrir útlendinga, dóttir, systir, móðir, frænka, gestgjafi ásamt fjölda annarra hlutverka og alltaf bætast fleiri við.
Skoða allan prófílinn minn

Netslóðir

  • Aljazeera á Youtube
  • Davíð Logi
  • IBC
  • Netfrænkan

Tala fallinna

Just Foreign Policy Iraqi Death Estimator

Fræðimannaslóðir

  • Appadurai
  • Bourdieu
  • Brubaker
  • Foucault
  • Gupta
  • Horowitz
  • Howard Becker
  • Kymlicka
  • Sartre

Fjölmiðlafrelsi

  • Blaðamenn án landamæra
  • Fangi 345
  • Raunveruleikinn í Írak