30 ágúst 2007

Konur í Íran

Ég fór á fyrirlestur s.l. mánudag þar sem bandarískur/íranskur prófessor hélt fyrirlestur um Íran og Ahmadinej. Nú veit ég hvernig íranskar konur geta náð völdum he he. Í Íran eru nú 2 milljónir manna sem eru háðir fíkniefnum og eru það nánast allt karlmenn. Afleiðingin er sú að konur eru nú komnar í störf sem alla jafna hafa tilheyrt karlmönnum, bæði í borgum og þorpum. Í háskólum eru konur orðnar í miklum meirihluta og jafnvel upp í 90% í sumum deildum eins og arkitektúr. Að vísu fækkaði karlmönnum verulega í stríðinu við Írak á sínum tíma og á það líka sinn þátt í þessari þróun. Smám saman hafa konur því verið að ná litlum áfangasigrum í réttindabaráttu sinni og með þessu áframhaldi ættu þær með tímanum að ná að rétta enn meira sinn hlut ef ekki bara að ná völdum. Bara að halda dópinu að körlunum og þá hætta þeir að vera til trafala he he. Það er að segja ef Bandaríkjamenn klúðra því ekki fyrir þeim með því að ráðast á landið eins og gerðist í Írak þar sem konur (þær sem enn lifa) eru aftur komnar á þann stað sem þær voru fyrir 50 árum.

Engin ummæli: